Gengi hlutabréfa bresku fataverslunarkeðjunnar Moss Bros fór á hreyfingu í gær vegna orðróms um að Baugur hefði áhuga á að kaupa félagið.

Gengi bréfanna endaði í 77 pens á hlut við lokun markaðar og hefur lækkað um 1,3% í 76 pens á hlut það sem af er degi, en sérfærðingar telja nú ólíklegt að Baugur sé að sveima í kringum Moss Bros.

Unity Investments, sem er í eigu Baugs, FL Group og Kevin Stanford, á 28,5% hlut í Moss Bros.