Embættismenn frá breska fjármálaráðuneytinu og Englandsbanka munu á næstunni gera sér aðra ferð til Íslands til að halda áfram viðræðum landanna vegna innlánsreikninga íslenskra banka í Bretlandi.

Þetta kemur fram á Dow Jones fréttaveitunni og er haft eftir talsmanni breska fjármálaráðuneytisins.

Talsmaður ráðuneytisins sagði að í kjölfar samræðna fjármálaráðherra Bretlands og forsætisráðherra Íslands hefði verið ákveðið að embættismenn ríkjanna myndu hittast á ný til að fara yfir samkomulag sem fæli í sér jákvæða niðurstöðu fyrir innlánseigendur reikninganna.