BWG Holdings, sem rekur Spar-verslanirnar í Evrópu, hefur sýnt áhuga á að kaupa einhverjar af sjö verslunum Iceland-keðjunnar, segir í frétt írska dagblaðsins Irish Times . Reksturinn ekki staðið undir væntingum Baugs, sem á um 34% hlut í félaginu, og hefur fyrirtækið leitað eftir hugsanlegum kaupendum. Talið er að verslanirnar hafi verið til sölu um nokkurt skeið áður en BWG Holdings kom til sögunnar.

Skýringin getur verið margþætt en heimildarmenn Viðskiptablaðsins benda til dæmis á tvo ókosti Iceland-keðjunnar. Annars vegar þykir aðgengi að verslununum ekki nógu gott fyrir bifreiðar, hins vegar á frosin matvara ekki upp á pallborðið hjá breskum neytendum um þessar stundir. Sennilegt þykir að verslanir Iceland-keðjunnar verði seldar sem sjálfstæðar einingar til mismunandi aðila, þar á meðal til BWG Holdings.

Sjá nánar frétt í Viðskiptablaðinu í dag.