Fjárfestingabankinn Citigroup hefur tilkynnt um tap sem nemur 9,83 milljörðum dollara á fjórða fjórðungi. Til tapsins telst meðal annars afskriftir vegna undirmálslána (e. sub-prime) sem hljóða upp á 18,1 milljörðum dollara og 4,1 milljarður dollara vegna aukningar í kostnaði á neyslulánum til almennings, ef marka má frétt Wall Street Journal.

Í frétt Dow Jones fréttaveitunnar kemur fram að fjárfestingabankinn ætla að sækja meira fé, með því að selja 14,5 milljónir dollara af verðbréfum, að stærstum hluta til ríkisfjárfestingasjóða.

Einnig var tilkynnt um að það Citigroup myndi skera niður arðgreiðslur um 41%.

Tapið nemur 1,99 dollara á hlut.

"Lélegur árangur má að mestu leyti rekja til tveggja þátta - verulegar afskriftar og tap vegna undirmálslána og mikillar aukningar í kostnaði vegna neyslulána til bandarískra neytenda," hefur Wall Street Journal eftir Vikram Pandit, forstjóra fjárfestingabankans.