Dk hugbúnaður hefur flutt höfuðstöðvar sínar í nýtt húsnæði að Dalvegi 30 í Kópavogi. Í tilkynningu segir að fyrirtækið hafi einnig kynnt nýtt vörumerki.

Fyrirtækið var stofnað árið 1998 og var fyrsta vara dk framtalsforrits. Síðan þá hefur fyrirtækið vaxið ört en tekjur þess hafa tvöfaldast á síðustu sex árum.

„Margt hefur verið í gangi hjá fyrirtækinu að undanförnu. Við héldum upp á 25 ára afmæli síðasta haust, fluttum höfuðstöðvar okkar um áramótin í nýtt húsnæði á Dalvegi 30 auk þess sem vörumerki dk hefur fengið nýja ásýnd. Frá upphafi og í gegnum þessa vinnu var það markmið okkar að uppfæra ásýnd vörumerkisins en ekki að gjörbreyta því,“ segir Hulda Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Dk hugbúnaðar.

Fyrirtækið hefur einnig þróað ýmsar aðrar nýjungar eins og Dk One, sem virkar eins og framlenging á bókhaldskerfinu. Á síðasta ári kom þar að auki út ný lausn í afgreiðslukerfinu, dk Pos App, þar sem rekstraraðilar geta verið með afgreiðslukerfi og posa í einu og sama tækinu sem jafnframt tengist bókhaldskerfi dk.