Kristín Ingólfsdóttir tók við embætti rektors og formanns háskólaráðs Háskóla Íslands 1. júlí 2005 og mun hún láta af störfum eftir áratug í starfi næstkomandi ár.

Þegar hún hóf störf var þrennt sem hún hafði í huga í fyrsta lagi að skynja betur þann kraft sem skólinn bjó yfir með því að setja skýr og djörf markmið um árangur. Í öðru lagi að háskólinn yrði virkari þátttakandi í að styrkja undirstöður verðmætasköpunar og í þriðja lagi að næðist betur að miðla því stórkostlega starfi sem fer fram innan skólans til almennings.

Skólinn stefndi þá á það langtímamarkmið að komast á lista yfir top 100 háskóla í heimi innan 15 ára og var samningur við stjórnvöld gerður um aukna fjármögnun. Kristín segir að ekki þurfi að hafa um það mörg orð hvílíkt áfall efnahagskreppan var fyrir skólann þegar eitt og hálft ár var liðið af samningnum. Samningurinn var frystur og draumurinn um aukin fjárframlög varð að engu.

Ítarlegt viðtal við Kristínu birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast tölublaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð .