Fyrsti Dunkin´ Donuts staðurinn á Íslandi verður opnaður á Laugavegi 3 klukkan 9:00 á morgun, miðvikudaginn 5. ágúst. Staðurinn er sá fyrsti í röðinni af alls sextán stöðum sem verða opnaðir á næstu fimm árum hér á landi. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Mikill spenningur er fyrir komu Dunkin´ Donuts hingað til lands og er búist við að fjöldi manns verði við opnunina, en fyrstu 50 viðskiptavinirn sem mæta í röðina fá klippikort sem færir þeim kassa með 6 kleinuhringjum í hverri viku í heilt ár. Plötusnúður þeytir skífum til að skemmta viðstöddum, forstjóri Dunkin´ Donuts á Íslandi klippir á borðan við annan mann.

Veitingastaðir Dunkin´ Donuts eru í dag 11.300 talsins í 36 löndum víða um heim. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Canton, Massachusetts.