Sérstök Íbúðastofnun mun taka við hluta þeirra verkefna sem Íbúðalánasjóður hefur sinnt í gegnum árin. Þetta kemur fram í frumvarpi Eyglóar Harðardóttur félags- og húsnæðismálaráðherra, til breytinga á lögum um húsnæðismál.

Verkefnin sem Íbúðastofnunin mun taka yfir eru meðal annars veiting stofnframlaga til byggingar eða kaupa á leiguíbúðum, sem ætlaðar eru hópi leigjenda sem eru ndir ákveðnum tekju- og eignamörkum. Auk þess mun stofnunin vera stjórnvöldum til ráðgjafar um mótun húsnæðisstefnu, annast söfnun, úrvinnslu og útgáfu upp­lýsinga á sviði húsnæðismála og meta þörf á búsetuúrræðum. Frumvarpið byggist á tillögum verkefnisstjórnar um framtíðarskipan húsnæðismála og yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um hús­næðismál til að greiða fyrir gerð kjarasamninga 28. maí síðastliðinn.