*

fimmtudagur, 27. janúar 2022
Innlent 19. janúar 2021 19:02

Fær ekki bætur eftir fall í heilsulind

Kona, sem olnbogabrotnaði við eftir að hafa runnið í bleytu í heilsulind, á ekki rétt á bótum úr ábyrgðartryggingu staðarins.

Jóhann Óli Eiðsson
Baðstaðurinn á myndinni er staðsettur í Suður-Kóreu og tengist efni fréttarinnar lítið.

Úrskurðarnefnd í vátryggingamálum hafnaði því að gestur heilsulindar ætti rétt á bótum úr ábyrgðartryggingu hennar eftir að hún féll og slasaðist í heimsókn þangað. Úrskurðurinn var kveðinn upp síðasta vor en birtur nýverið.

Slysið átti sér stað þann 19. mars 2015. Umrædd kona var í búningsklefa heilsulindarinnar, hafði afklæðst og var á leið berfætt að sturtunum. Á leiðinni þangað rann hún í bleytu og skall harkalega í gólfið með því að hægri handleggur hennar brotnaði við olnboga.

Konan fór fram á það að vátryggingafélag baðstaðarins myndi bæta henni líkamstjón sitt þar sem aðbúnaður á staðnum hafi ekki verið í samræmi við reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum. Full ástæða hefði verið til að hafa gúmmímottur á gólfi til að forða því að slys sem þetta gæti átt sér stað.

Í úrskurði nefndarinnar, sem kveðinn var upp sléttum fimm árum eftir að slysið átti sér stað, var kveðið á um það í starfsleyfi baðstaðarins að gólf búningsherbergja skyldu „flotum með útifloti sem í er sáldrað kvartssandi til að mynda hálkuvörn“. Sú skylda nær ekki til sturtuklefa, þerrisvæðis og tengdum göngum.

Í málinu lá ekkert fyrir um ástand gólfsins en fyrir lágu nokkrar myndir af því. Af þeim þótti ekki ráðið að gólfið hefði verið hálla en almennt gengur og gerist á baðstöðum hér á landi. Þá var ekki fallist á að meta það félaginu til misgánings að gúmmímottur hafi ekki verið á gólfinu. Af þeim sökum var ekki talið að baðstaðurinn, og þar með tryggingarfélag hans, ætti að bera ábyrgð á líkamstjóni konunnar.

Stikkorð: í í í í í í í Úrskurðarnefnd vátryggingamálum