*

miðvikudagur, 15. júlí 2020
Erlent 9. september 2019 19:08

Forstjóra Nissan gert að hætta

Hiroto Saikawa, forstjóri Nissan, stígur til hliðar vegna deilna um launagreiðslur og kaupréttarsamninga.

Ritstjórn
Hiroto Saikawa tilkynnti um afsögn sína sem forstjóri Nissa á blaðamannafundi í dag.
Aðsend mynd

Hiroto Saikawa lætur af störfum sem forstjóri japanska bílaframleiðandans Nissan í kjölfar gagnrýni og deilna um launagreiðslur til æðstu stjórnenda félagsins. Frá þessu er greint á vef BBC og jafnframt að Saikawa muni formlega láta af störfum í næstu viku. 

Afsögnin var tilkynnti í dag eftir að stjórn Nissan hafði fundað um málið í morgun. Formaður stjórnarinnar sagði blaðamönnum að Saikawa muni hætta þann 16. september nk.. 

Saikawa hefur sætt mikilli gagnrýni frá því að hann sagði að launagreiðslur sínar árið 2013 hafi verið ofreiknaðar sökum kaupréttasamninga upp á hundruði þúsund dollara. Hann neitar þó staðfastlega að hafa brotið reglur í málinu. 

Afsögn Saikawa, sem er 65 ára gamall, er ekki sú fyrsta sem skekur Nissan. Í nóvember á síðasta ári var þávernandi stjórnarformaður, Carlos Ghosn, félagsins handtekinn vegna ofgreiddra launa. 

Stikkorð: Nissan skadall