Nokkra athygli vakti í september þegar Jack Tretton, forstjóri Sony Computer Entertainment America, ýjaði að því að Dust 514, nýjasti tölvuleikur CCP, yrði gefinn út í október.

Í viðtali hjá Fox Business nefndi Tretton sérstaklega Dust 514 sem áhugaverðan leik sem væri á leiðinni. Aðspurður sagði Tretton að hann kæmi út „í næsta mánuði“ þ.e. október. Eins og gefur að skilja hafði Tretton rangt fyrir sér, en áhugi spilara sem og fjárfesta á útgáfu leiksins hefur farið vaxandi.

Enn er beðið eftir leiknum. Viðskiptablaðið greindi frá því í síðustu viku að beta-prófanir á leiknum standa nú yfir og sé stefnt á að hann komi út á næsta ári.

Nánar var fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið í heild hér að ofan undir liðnum tölublöð.