Gengi rafmyntarinnar Bitcoin hefur aldrei hreyfst jafnmikið í takt við hlutabréfamarkaðinn í Bandaríkjunum. 40 daga fylgnistuðull fyrir Bitcoin og Nasdaq 100 vísitöluna,  sem inniheldur fjölda tæknifyrirtæki, nam nærri 0,66 í gær og hefur ekki verið hærri frá því að mælingar hófust hjá Bloomberg .

Fram kemur að fylgni Bitcoin og S&P 500 vísitölunnar sé einnig nálægt hæstu hæðum.

Líkt og Viðskiptablaðið fjallaði um síðustu helgi þá hefur virði rafmynta lækkað verulega það sem af er ári. Gengi Bitcoin fór niður í 33 þúsund dali á mánudaginn en það hefur ekki verið lægra síðan í júlí síðastliðnum. Verð á Bitcoin var þó komið aftur upp í 37 þúsund dali þegar fréttin var skrifuð í gærkvöldi.