Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra og Landsdómsmálið er á forsíða fréttasíðu breska útvarpsins, BBC, á netinu. Forsíðunni deilir hann með frásögnum flóttafólks frá Sýrlandi um aftökur heima fyrir og ásökunum um svik og pretti í forsetakosningunum í Rússlandi.

Í fréttinni segir frá fyrsta degi í aðalmeðferð Landsdómsmálsins sem hófst í Þjóðmenningarhúsinu í morgun og þar talið líklegt að hann sé fyrsti þjóðarleiðtoginn sem hafi verið ákærður fyrir hlutdeild sína í fjármálakreppuni.

Rifjað er upp í fréttinni að Glitnir, Kaupþing og Landsbankinn hafi báðir farið á hliðina í hruninu og hafi Icesave-málið, sem enn sé óleyst, hafi haft áhrif á þúsundir sparifjáreigenda. Þá er sömuleiðis rifjað upp að þegar Landsbankinn hafi farið í þrot hafi Gordon Brown, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, brugðist harkalega við, en hann beitti m.a. fyrir sig breskum hryðjuverkalögum til að frysta eignir Landsbankans ytra.