Gistinætur á hótelum í nóvember síðastliðnum voru 75.100 en voru 72.400 í sama mánuði árið 2006, sem er fjölgun um 2.700 nætur eða tæplega 4%.  Gistinóttum fjölgaði á höfuðborgarsvæðinu, Norðurlandi og Suðurlandi.

Á vef Hagstofu Íslands kemur fram að hlutfallslega varð fjölgun mest á Norðurlandi, þar  nam hún rúmum 9%, en gistinóttum fjölgaði þar úr 3.100 í 3.400 milli ára.  Á höfuðborgarsvæðinu var aukning gistinátta um 8%, þar fóru gistinætur úr 55.000 í 59.600. Aukning gistinátta á Suðurlandi nam 4% og fóru þær úr 5.000 í 5.300 milli ára. Á öðrum landsvæðum fækkaði gistinóttum á hótelum í nóvember milli ára. Samdrátturinn var mestur á Austurlandi en gistinóttum fækkaði úr 2.700 í 1.200, 58%.  Á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða var fækkun gistinátta um 13%, þar fækkaði gistinóttum úr 6.500 í 5.600.

Fjölgun gistinátta á hótelum í nóvember má rekja til Íslendinga, 15%, en gistinóttum útlendinga fækkað lítillega.

Gistinóttum á hótelum fyrstu ellefu mánuði ársins fjölgaði um 13% milli ára Gistinætur á hótelum fyrstu ellefu mánuði ársins voru 1.254.866 en voru 1.112.331 sama tímabil árið 2006.  Fjölgun varð á öllum landsvæðum nema á Austurlandi, mest fjölgaði á Suðurlandi, 16%, og á höfuðborgarsvæðinu, 14%.  Aukningin nam 13% á Norðurlandi, 4% á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum. Austurland helst óbreytt á milli ára.  Fjölgun gistinátta fyrstu ellefu mánuði ársins nær bæði til Íslendinga, 19% og útlendinga, 11%.