Handbært fé frá rekstri ríkissjóðs var neikvætt um 70,2 milljarða króna á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2011, en var neikvætt um 72,7 milljarða á sama tímabili 2010. Kemur þetta fram í upplýsingum á vef fjármálaráðuneytisins. Tekjur drógust saman um 12,4 milljarða en á sama tíma stóðu gjöldin nánast í stað. Þetta er verri niðurstaða en í áætlunum þar sem gert var ráð fyrir að handbært fé frá rekstri yrði neikvætt um 63,1 milljarða

Innheimtar tekjur ríkissjóðs námu 399,3 milljörðum á fyrstu ellefu mánuðum ársins og drógust saman um 3,0% miðað sama tímabil á síðasta ári. Þar munar mest um minni tekjur af sölu eigna sem námu 0,7 milljörðum á tímabilinu samanborið við 19,7 milljarða á sama tíma í fyrra vegna Avens-samkomulagsins svonefnda. Ef litið er framhjá sölu eigna jókst innheimtan um 1,7% á milli ára. Í tekjuáætlun fjárlaga var gert ráð fyrir 395,6 milljarðainnheimtu og er innheimta tímabilsins því tæpum 3,8 milljörðum eða 0,9% yfir áætlun

Greidd gjöld námu 471,7 milljörðum og jukust um 373 m.kr. milli ára, eða um 0,1%. Greidd gjöld voru yfir fjárheimildum tímabilsins sem nam 7,2 milljörðum eða 1,6%.