Gylfi Þór Sigurðsson er annar dýrasti knattspyrnumaður Íslands frá upphafi en þýska liðið Hoffenheim keypti leikmanninn frá enska 1. deildarliðinu Reading nýlega. Hoffenheim greiddi 7 milljónir punda fyrir Gylfa Þór, jafnvirði tæplega 1,3 milljarða íslenskra króna. Einungis Eiður Smári Guðjohnsen hefur verið keyptur fyrir hærri upphæð.

Stuðningsmenn Reading eru mjög sárir út í forráðamenn félagsins fyrir að hafa selt Gylfa Þór. Leikmaðurinn var seldur í ágúst, nokkrum mánuðum eftir að hafa skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Reading.

Kemur Breiðablik vel

Salan á Gylfa Þór til Reading kemur Breiðablik vel en um 5% af kaupverðinu skiptist á milli Breiðabliks og FH, þar sem Gylfi lék áður en hann fór til Breiðabliks. Að auki fer um 10% af 95% kaupverðsins til Breiðabliks, líkt og Viðskiptablaðið greindi frá nýlega .

Tryggði þátttökurétt í gær

Gylfi Þór hefur farið á kostum með Íslenska U-21 árs landsliðinu og tryggði liðinu í gær þáttökurétt á Evópumótið sem haldið verður næsta sumar. Gylfi skoraði bæði mörk Íslands í 2-1 sigri á Skotum.

Frétt Morgunblaðsins um söluna á Gylfa má lesa hér .