Hagnaður sænsku tískuvöruverslunarinnar H&M jókst um 13% á þriðja ársfjórðungi, úr 30,8 milljörðum króna í 36 milljarða, segir í frétt Dow Jones.

Greiningaraðilar höfðu spáð 34,2 milljarða krónu hagnaði.

H&M er önnur stærsta tískuvöruverslunarkeðja í Evrópu miðað við sölu, en spænska verslunin Inditex er sú stærsta.

H&M hyggst færa út kvíarnar í netsölu til Þýskalands og Austurríkis á næsta ári.