Mýrargata 26 hefur risið nokkuð hratt og eru þegar seldar 16 af 68 íbúðum í húsinu. Framkvæmdir standa enn yfir á húsinu sem á samkvæmt áætlunum að verða fokheld í haust. Fermetraverðið þar er á bilinu 400.000- 590.000 krónur og ólíkar stærðir og gerðir íbúða til sölu. „Salan er óvenjugóð að því leytinu til að íbúðir seljast yfirleitt helst þegar þær eru tilbúnar og hægt að sjá hvernig þær eru,“ segir Óskar R. Harðarson, framkvæmdastjóri fasteignasölunnar Miklaborg sem hefur umsjón með sölu íbúða í húsinu. +

Verktakinn á um helming íbúðanna í húsinu en samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins keyptu fjárfestarnir Örvar Kærnested og Guðmundur Ingi Jónsson um helming íbúða í húsinu á síðasta ári til endursölu. Töluverð uppbygging á sér nú stað í miðborg Reykjavíkur og markar Mýrargatan raunar upphaf uppbyggingar á hafnarsvæði Reykjavíkurborgar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér að ofan.