Stefnt er að Icelandair afli 200 milljóna dollara, jafnvirði um 29 milljarða króna í nýju hlutafé með almennu hlutafjárútboði í júní samkvæmt tilkynningu frá félaginu . Þá er Icelandair einnig með til skoðunar að fá lánardrottna til að breyta skuldum í hlutafé í Icelandair.

Stjórn Icelandair hefur boðað til hluthafafundar í félaginu þar sem óskað er eftir heimilt til að auka hlutafé félagsins um 30 þúsund milljónir nýrra hluta. Verði hlutaféð aukið sem því nemur þynnist eignarhlutur núverandi hluthafa niður í um 15,3%. Stjórnin óskar eftir því að núverandi hluthafar félagsins falli frá rétti til forgangangi á nýtt hlutafé í félaginu. Þannig geti almenningar sem og aðrir fjárfestar utan við hluthafahóp Icelandair geta skráð sig fyrir nýjum hlutum í flugfélaginu.

Stjórnin hyggst birta skráningarlýsingu og tilkynna um verð á hlutafénu eftir hluthafafundinn. Hlutafjárútboðið er stórt skref í endurskipulagningu Icelandair samkvæmt tilkynningunni. Félagið vinni enn að því að auka hagkvæmni í rekstri sínum.

Stjórnvöld gáfu út í kvöld að þau myndu leggja til við Alþingi að Icelandair yrði lögð til lánalína eða ríkisábyrgð ef hlutafjáraukningin og endurskipulagning félagsins tækist.