Til stendur að breyta gömlu iðnaðarhúsnæði í Skipholti í um 20 smáíbúðir. Þá verður verslunarhúsnæði á jarðhæðinni, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Húsið sem um ræðir er Skipholt 11-13. Húsið er byggt árið 1968 og hýsti brauðgerð Mjólkursamsölunnar. Samkvæmt Fasteignaskrá er húsið skráð á félagið S11-13 ehf., en það er dótturfélag Upphafs fasteignafélags. Fasteignafélögin hafa heimilisfang að Garðastræti 37, en þar er Gamma til húsa.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins verða íbúðirnar í Skipholti af minni gerðinni en þeim mun þó fylgja bílastæði í kjallara. Ekki er víst hvenær framkvæmdir hefjast.