Íbúðalánasjóður, stærstu bankarnir og dótturfélög þeirra eiga samtals 3.406 íbúðir. Þar af er gert ráð fyrir því að um 400-500 fasteignir standi auðar.

Fram kemur á netmiðlinum Spyr.is að Íbúðalánasjóður og dótturfélagið Klettur eiga 2.634 fasteignir, Arion banki og dótturfélagið landey 253 eignir, Íslandsbanki og Miðengi eiga 275 eignir og Landsbankinn og Hömlur 244 eignir.