Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands voru fluttir inn 2.444 bílar til júlíloka 2010 á móti 2.002 bílum á sama tímabili 2009. Hefur innflutningur á fólksbílum því aukist um 442 bíla á fyrstu sjö mánuðum þessa árs miðað við sama tímabil 2009. Er þetta samt miklu minni innflutningur en 2008 þegar fluttir voru inn 8.899 fólksbílar á þessu tímabili og 11.227 árið 2007. Nýskráningar á nýjum og notuðum bílum hjá Umferðastofu haldast nokkuð í hendur við innflutninginn. Þannig voru 2.410 fólksbílar settir á skrá á fyrstu sjö mánuðum þess árs en 2.455 í fyrra og 10.433 á sama tíma árið 2007.

Innflutningur á  sendi- og vörubíla var hins vegar ekki svipur hjá sjón á fyrstu sjö mánuðum þessa árs. Þá voru fluttir inn 161 sendi- og vörubíll samkvæmt tölum Hagstofu en 271 á sama tíma 2009. Þeir voru 1.281 árið 2008 og 2.113 árið 2007.