Kevin Stanford hefur keypt 28,8 milljón punda hlut í bresku verslanakeðjunni Marks & Spencer að því er breskir fjölmiðlar greina frá. Þetta jafngildir 3,34 milljörðum króna. Þetta jafngildir 0,5% hlutdeild í félaginu og kemur í kjölfar þess að miklar vangaveltur hafa verið um kaup íslenskra fjárfesta í félaginu. Samkvæmt upplýsingum frá félaginu hefur Baugur einnig keypt nokkurn hlut í félaginu eða sem svarar eini milljón hluta. Bréfin eru vistuð á reikningi í Landsbankanum.

Mikil viðskipti hafa verið með hlutabréf í félaginu undanfarið og má sem dæmi nefna að 27. júní sl. var verslað með bréf að andvirði 34,7 milljóna punda. Það er sexfallt það magn sem verslað var með í byrjun júní. Síðasta mánuðinn hafa bréfin hækkað um 8% og var lokaverð þeirra í gær 360 pund.