Gengi hlutabréfa stoðtækjafyrirtækisins Össurar lækkaði um 1,7 í Kauphöllinni í dag. Frekar lítil viðskipti voru á bak við veltu með hlutabréf Össurar. Það sama gilti reyndar um heildarveltu hlutabréfa í Kauphöllinni sem var í lægri kantinum eins og stundum í byrjun sumars.

Á sama tíma lækkaði gengi hlutabréfa fasteignafélagsins Regins um 1,16%, VÍS um 0,9%, Haga um 0,85% og Icelandair Group um 0,38%.

Á móti hækkaði gengi bréfa TM um 0,19% og Eimskips um 0,10%.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,62% og endaði hún í rúmum 1.123 stigum. Heildarvelta með hlutabréf í Kauphöllinni nam 471 milljón króna.