Bandaríski körfuboltakappinn LeBron James leiddi 30 milljóna evra fjármögnunarlotu, eða sem nemur 4 milljörðum króna, hjá þýska hjólaframleiðandanum Canyon. Fyrirtækið er metið á 750 milljónir evra eða um hundrað milljarða króna í viðskiptunum.

Sala Canyon, sem býður upp á hágæða götu-, fjalla- og malarhjól fyrir allt að 8 þúsund evrur eða 1,1 milljón króna í gegnum vefsíðu sína, hefur vaxið um 21% að meðaltali á síðustu sex árum.

Á síðasta ári var 52% hlutur í fyrirtækinu seldur til fjárfestingahópsins GBL fyrri 350 milljónir evra. GBL hefur nú selt 4% hlut til LRMR Ventures, fjárfestingafélags á vegum LeBron James og Maverick Carter, og bandaríska fjárfestingafélagsins SC Holdings.

„LeBron er einn af stærstu íþróttamönnum heims og honum er svo sannarlega annt um hjólreiðar,“ hefur Financial Times eftir forstjóri Canyon.

Stofnandi Canyon, sem á 40% í fyrirtækinu, sagði að stjórnin hafi ekki verið að leitast eftir að fá fleiri fjárfesta að borðinu en nýju hluthafarnir hafi sannfært sig með ástríðu fyrir vörumerkinu og háleitum markmiðum.

Canyon fjallahjól
Canyon fjallahjól