Þjóðskrá Íslands er nú farin að reikna út vísitölu leiguverðs fyrir íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu auk þess að birta mánaðarlega upplýsingar um húsaleigu eftir staðsetningu og stærðarflokkum.

Í leigugagnagrunni Þjóðskrár eru 9.852 leigusamningar um íbúðir, sem þinglýstir voru á árinu 2011 og 867 samningar, sem þinglýstir voru í janúar 2012. Síðustu þrjá mánuðina hefur vísitalan hækkað um 1,9% og síðastliðna tólf mánuði, þ.e. miðað við janúar, hafði hún hækkað um 11%.

Á sama tíma mældist verðbólgan vera um 6,5% þannig að leiguverð hefur því hækkað um 4,5% umfram verðlag.