*

þriðjudagur, 18. júní 2019
Erlent 26. júlí 2015 12:50

Lufthansa mun nú rukka fyrir farangur

Lufthansa er að reyna að keppa við lággjaldaflugfélög með því að bjóða ódýrari miða með færri fríðindum.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Þýska flugfélagið Lufthansa er um þessar mundir að endurskoða farmiða kerfið sitt og mun núna byrja að rukka farþega fyrir farangur, sætaval og breytingar á flugi.

Frá og með október verða þrjár týpur af economy class miðum: light, classic of flex. Þeir sem fljúga með light farmiðanum munu einungis geta tekið með sér handfarangur sér að kostnaðarlausu. En samkvæmt tölum frá flugfélaginu flýgur þriðjungur farþega einungis með handfarangur. Nýja kerfið á einungis við um flug innan Evrópu, en félagið er að íhuga að nota það einnig í lengri flugum.

Lufthansa mun áfram bjóða ókeypis drykki og snarl um borð og munu engir farþegar þurfa að borga fyrir handfarangur. Hægt verður að bóka nýju farmiðana í næstu viku.

Lággjaldaflugfélög eins og Ryanair, easyJet og Aer Lingus hafa rukkað fyrir farangur síðastliðin ár og náð töluvert af markaði Lufthansa í Evrópuflugum fyrir vikið.

Stikkorð: Ryanair Lufthansa farangur
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is