Már Guðmundsson seðlabankastjóri verður staddur á reglulegum fundi BIS, eða Alþjóðagreiðslubankans, í Basel í Sviss í byrjun vikunnar. Á fundinum koma saman seðlabankastjórar víðsvegar að úr heiminum. Ben Bernanke, fráfarandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna, mun sitja þar sinn síðasta fund sem seðlabankastjóri, eftir því sem Viðskiptablaðið kemst næst.

Eins og fram hefur komið tekur Janet Yellen við stöðu seðlabankastjóra Bandaríkjanna í lok mánaðarins. Samkvæmt upplýsingum Viðskiptablaðsins heldur Már út til fundarins á sunnudaginn og kemur til baka síðar í næstu viku.