Fjórir þaulreyndir leiðsögumenn stofnuðu í vikunni leiðsögufyrirtækið Elite Travel. Markmið fyrirtækisins er að geta boðið ferðamönnum sem til landsins koma upp á ferðir um landið þar sem lögð er áhersla á faglega leiðsögn með menningarlegu ívafi ásamt því að lýsa landi og þjóð. Fyrirtækið mun bjóða upp á altæka þjónustu þar sem þarfir og áherslur hvers viðskiptavinar eru hafðar að leiðarljósi.

Stofnendur fyrirtækisins eru þeir Páll Gíslason, Ágúst Ragnarsson, Guðmundur Unnsteinsson og Egill Þorsteinsson sem jafnframt er framkvæmdastjóri. Páll segir að þeim hafi dottið í hug að stofna litla ferðaþjónustu þar sem mikil eftirspurn sé eftir leiðsöguferðum um Ísland. „Við vildum geta sótt okkur einstök verkefni svo aðrar ferðaþjónustur væru ekki að hirða þetta allt.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .