ORF Líftækni var stofnað fyrir um það bil 15 árum af vísindamönnunum Birni Örvari, Einari Mäntylä og Júlíusi B. Kristinssyni með það að markmiði að nota erfðatækni til að framleiða sérhæfða vaxtarþætti í byggplöntum. Vaxtarþættirnir eru nýttir jafnt til læknisfræðirannsókna sem og í húðvöruframleiðslu.

Sjö aðilar unnu að sambærilegum rannsóknum á þeim tíma er ORF var stofnað, en auk ORF er aðeins eitt þeirra enn starfandi. Kristinn Grétarsson, forstjóri ORF, segir að það sé „ekkert annað en stórkostlegt afrek“ hjá ORF að hafa náð tökum á þessari tækni með þá fjármuni sem fyrirtækið hafði til að þróa tæknina og koma vöru á markað.

„Það er mikil framþróun í stofnfrumurannsóknum og rannsóknum á vefjasmíði og þess vegna er líka sí­ vaxandi eftirspurn eftir tækninni og vaxtarþáttunum sem við framleiðum.“ ORF Líftækni framleiðir vaxtarþætti í byggplöntum sem eru bæði notaðir til læknisfræðirannsókna og í húðvörur sem framleiddar eru undir nafninu BIOEFFECT. Vörur fyrirtækisins hafa getið sér gott orð hér heima og erlendis.

Nánar er rætt við Kristinn í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .