Neytendastofa birti í morgun útskurð sinn vegna kvartannar sem borist hafist frá Símanum vegna auglýsingar Gagnaveitunnar á ljósleiðara.

Auglýsingin bar saman gagnaflutningseiginleika með myndlíkingu þar sem vatnsglas og vatnsflaska voru meðal annars notuð. Tilgangur auglýsingarinnar var að sýna eiginleika ljósleiðara gagnvart annarri gagnaflutningstækni.

Neytendastofa gerði hins vegar athugasemdir við að neytendur gátu ekki borið saman neinar hlutlægar upplýsingar til að taka upplýsta ákvörðun um viðskipti

Það var því mat neytendastöðu að auglýsingarnar brytu gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Neytendastofa bannaði því birtingu hennar án þess að fullnægandi samanburður væri gerður að viðlögum sektum.