Flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum hafa samþykkt nýja hönnun á rafhlöðu sem notuð er í Dreamliner þotu Boeing flugvélaframleiðandans. Líklegt þykir að þær Dreamliner þotur sem voru kyrrsettar fái að fara í loftið á ný á næstu vikum.

Um 50 þotur voru kyrrsettar í janúar vegna vandræða með ofhitnun á raflhlöðum sem leiddu í vissum tilvikum til þess að reykur myndaðist um borð í vélunum.