Starfsmenn nígeríska olíufélagsins Niger Delta eru nú farnir í verkfall til að mótmæla skorti á öryggi í starfi sínu en sem kunnugt hefur reglulega verið ráðist á olíustöðvar í Nígeríu síðustu tvö ár sem tafið hefur framleiðslu verulega.

Í síðustu viku var 11 ára dóttir olíuverkamanns myrt þegar hún reyndi að koma í veg fyrir að yngri bróður hennar yrði rænt. Það var kornið sem fyllti mælinn eftir því sem fram kemur í frétt Reuters en starfsmenn hafa krafist meiri öryggisgæslu fyrir sig og fjölskyldur sínar.

Talið er að verkfall olíuverkamanna tefji olíuframleiðslu í landinu verulega en hún hefur nú minnkað fimmfalt síðustu átján mánuði. Þetta kann þá að leiða til hækkunar á olíuverði á heimsvísu.

Pengassan, stéttarfélag olíuverkamanna í Nígeríu hefur boðað fleiri verkföll en félagið á nú í viðræðum við helstu olíuframleiðendur í landinu.