Ríkisendurskoðun telur að engar nýjar upplýsingar hafi komið fram varðandi einkavæðingu Búnaðarbankans, sem renni stoðum undir fullyrðingar Vilhjálms Bjarnasonar um að einkavæðingarnefnd og Ríkisendurskðun hafi verið blekkt af kaupendum.

Í bréfi Ríkisendurskoðunar til formanns fjárlaganefndar kemur þetta fram og þar segir meðal annars: "Með vísan til þeirra telur stofnunin að ekkert nýtt hafi verið lagt fram í málinu, sem stutt geti hinar víðtæku ályktanir,
er Vilhjálmur hefur dregið af gögnum þeim, sem hann hefur lagt fram og þeim óformlegu upplýsingum, sem hann kveðst búa yfir. Þvert á móti þykja liggja fyrir óyggjandi upplýsingar og gögn um hið gagnstæða."