Alþingi ákvað fyrir skömmu að auka framlög til Ríkisútvarpsins um 175 milljónir króna. Breytingartillaga við fjárlagafrumvarpið var lögð fram af meirihluta fjárlaganefndar og var afgreidd rétt um klukkan 17:30.

Tillagan var samþykkt með 33 atkvæðum, en tveir þingmenn, þau Sigríður Andersen og Vilhjálmur Árnason greiddu atkvæði á móti. Aðrir þingmenn sátu hjá.

Um er að ræða tímabundið 175 milljónir króna framlag til Ríkisútvarpsins til eflingar framleiðslu á leiknu íslensku sjónvarpsefni og innlendri dagskrárgerð sjálfstæðra kvikmyndaframleiðenda.