*

mánudagur, 20. september 2021
Innlent 3. nóvember 2018 10:34

Samþykkja kaupin á Ögurvík

Hluthafafundur HB Granda staðfesti ákvörðun stjórnar um kaup félagsins á öllu hlutafé Ögurvíkur.

Ritstjórn
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda
Haraldur Guðjónsson

Á framhaldshluthafafundi HB Granda í gær kynntu starfsmenn Kviku banka hf. samantekt minnisblaðs um fyrirhuguð kaup HB Granda á öllu hlutafé Ögurvíkur í samræmi við ákvörðun hluthafa á upphaflegum hluthafafundi í októbermánuði. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu HB Granda til kauphallar.

Í kjölfarið var tekin fyrir tillaga stjórnar til hluthafafundarins um að staðfesta ákvörðun stjórnar um kaupin. Var tillagan samþykkt með 95,8% atkvæða þeirra hluthafa sem fundinn sátu. Á móti voru hluthafar sem höfðu að baki sér 4,2% þess hlutafjár sem mætt var fyrir á fundinum.

Stikkorð: HB Grandi Ögurvík