Apple seldi 1,7 milljónir iPhone 4 síma fyrstu söluhelgina sem er nýliðin. Samkvæmt frétt Financial Times er þetta metsala fyrstu dagana eftir að nýr sími er settur á markað. Náði Apple þessum áfanga þrátt fyrir að dreifingu hefði verið ábótavant og kerfið sem átti að halda utan um netsölu hrundi.

Er salan langt umfram spár sérfræðinga, sem höfðu reiknað með að 1,5 milljónir síma myndu seljast. Í fyrra seldust um milljón símar af iPhone 3GS farsímunum fyrstu þrjá söludagana og er því um verulega aukningu að ræða milli ára. Þeir sem þegar eiga iPhone síma voru mest áberandi í röðunum við sölustaði samkvæmt Financial Times.

Þessi góði árangur Apple setur þrýsting á samkeppnisaðila. Motorola hefur kynnt til sögunnar nýja uppfærslu á Droid símunum sem virkar vel með Google kerfum og koma á markað í júlí. Þá hefur staða annarra samkeppnisaðila eins og Nokia og Research in Motion, sem framleiðir BlackBerry símana, veikst á meðan Apple hefur styrkst sína stöðu.