*

laugardagur, 4. desember 2021
Innlent 3. nóvember 2021 18:07

Stjórnendur keyptu fyrir 17 milljónir

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, keypti í dag hlutabréf í bankanum fyrir tæplega 4 milljónir króna.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Sjö stjórnendur Íslandsbanka, þar af eru sex í framkvæmdastjórn, keyptu í dag hlutabréf í bankanum fyrir samtals 17 milljónir króna. Hlutabréfagengið í viðskiptunum nam 125,6 krónum á hlut. Þetta kemur fram í Kauphallartilkynningu.

Birna Einarsdóttir bankastjóri, Ásmundur Tryggvason, framkvæmdastjóri fyrirtækja og fjárfesta, og Jón Guðni Ómarsson fjármálastjóri keyptu hver um sig 31,8 þúsund hluti á tæplega 4 milljónir króna.

Una Steinsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabanka keypti fyrir tæplega 2 milljónir króna. Þá keyptu Riaan Dreyer, framkvæmdastjóri upplýsingasviðs, Guðmundur Birgisson, framkvæmdastjóri áhættustýringar og Tómas Sigurðsson yfirlögfræðingur öll hlut í bankanum fyrir um eina milljón króna hvert.

Stikkorð: Íslandsbanki