Lloyd S. Shapley, sem hlýtur nóbelsverðlaunin í ár ásamt Alvin Roth, fæddist árið 1923 og var nemandi við Harvard háskóla þegar hann var skyldaður í bandaríska herinn árið 1943. Sama ár, þegar hann var liðþjálfi í bandaríska flughernum í Kína, fékk hann orðu fyrir að leysa veðurdulmálslykil Sovétmanna. Að stríðinu loknu hélt hann áfram námi sínu við Harvard og útskrifaðist þaðan með gráðu í stærðfræði.

Hann var eitt ár starfsmaður hjá Rand fyrirtækinu en hélt svo áfram námi sínu við Princeton háskóla þaðan sem hann fékk doktorsgráðu árið 1953. Shakley var einn af höfundum borðspilsins So Long Sucker ásamt John Forbes Nash, sem einnig er handhafi nóbelsverðlaunanna og var umfjöllunarefni kvikmyndarinnar A Beautiful Mind, þar sem Russell Crowe lék Nash.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér að ofan.