Tæp sextíu prósent félagsmanna og fyrirtækja sem aðild eiga að Samtökum iðnaðarins eru andvíg aðild Íslands að Evrópusambandinu, samkvæmt niðurstöðum ítarlegrar könnunar á meðal félagsmanna um afstöðu þeirra til Evrópumála sem kynnt var á fundi samtakanna í morgun. Rúmur helmingur félagsmanna telur jafnframt að hann myndi vera á móti aðild við Evrópusambandi yrði gengið til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið í dag.

Fimm ár eru síðan hugur félagsmanna var kannaður með sambærilegum hætti.

Á meðal þess sem félagsmenn samtakanna voru spurðir í könnuninni var hvort þeir væru hlynntir eða andvígir aðild að Evrópusambandinu. Meirihlutinn, 58,7% sögðust andvíg aðild en 27,4% hlynnt. Afgangurinn, 14%, var hvorki fylgjandi né andvígur aðildinni.

Þá var spurt um hug félagsmanna og fyrirtækja yrði gengið til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að Evrópusambandinu í dag. Niðurstöðurnar eru þær að 53,1% telji líkur á að greiða atkvæði gegn aðild.

Niðurstaða í könnun Capacent fyrir Samtök iðnaðarins
Niðurstaða í könnun Capacent fyrir Samtök iðnaðarins
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Könnun Capacent fyrir Samtök iðnaðarins um afstöðu til ESB.
Könnun Capacent fyrir Samtök iðnaðarins um afstöðu til ESB.
© Aðsend mynd (AÐSEND)