Undraskjótur vöxtur netsins hefur verið eitt helsta leiðarhnoð víðtækra breytinga í upplýsingamiðlun, samskipta, verslunar og félagslegrar þróunar undanfarin ár. Samt hefur mönnum reynst mjög misjafnlega að finna tekjur á því.

Netrisinn Google er þar í sérflokki, en þótt hann reyni fyrir sér á ótal sviðum er leitarvél Google samt langstærsta tekjulindin.

Það þarf varla að koma á óvart í ljósi þess sem sjá má hér að ofan, þar sem keyptar niðurstöður í leitarvélum eru um 45% af allri auglýsingasölu á netinu, um 54 milljarðar Bandaríkjadala. Um 6.500 milljarðar íslenskra króna, þakka þér fyrir.

Markaðurinn allur er nú talinn nema um 120 milljörðum dala (um 14.500 ma.kr.) en hann vex um sjöttung á ári og engin teikn eru á lofti um að það hægist á þeirri þróun í bráð.