*

sunnudagur, 16. júní 2019
Innlent 13. apríl 2019 19:01

Tony Robbins opnar á 15 stöðum á árinu

Ostoe Strong, félag í eigu þekkts ræðumanns opnar sérhæfða líkamsrækt í 15 löndum. Hafa þegar opnað á Íslandi.

Ritstjórn
Hjónin Svanlaug Jóhannsdóttir og Örn Helgason opnuðu Osteo Strong í Borgartúni 24 í ársbyrjun og segjast þau þegar hafa heyrt kraftaverkasögur frá notendum af tækninni sem ætlað er að styrkja vöðva og bein á sérhæfðan hátt.
Haraldur Guðjónsson

Osteo Strong, sem er að helmingi í eigu sjálfshjálparræðumannsins Tony Robbins, hefur opnað sérhæfða líkamsrækt á Íslandi. Stefnir félagið á gríðarlegan vöxt út um allan heim.

Margir þekkja ræðumanninn Tony Robbins sem í hartnær fjóra áratugi hefur ferðast um heiminn og haldið fyrirlestra og námskeið með hvetjandi boðskap, ásamt því að gefa út fjölmargar metsölubækur um sjálfshjálp, vera með eigið hljóðvarp og birst í kvikmyndum.

Tony Robbins  hefur jafnframt fjárfest í fjölmörgum fyrirtækjum í geirum sem hann hefur trú á að geti hjálpað fólki að bæta líf sitt, og eitt þeirra, Osteo Strong, var opnað í ársbyrjun á Íslandi, í Borgartúni 24, nánar tiltekið. Eftir að hafa prófað tækni fyrirtækisins, sem ætlað er að styrkja bein og vöðva til framtíðar, fjárfesti hann í félaginu, sem hann á nú helmingshlut í, til að styðja við alþjóðlegan vöxt þess.

Ísland meðal fyrstu landanna

Svanlaug Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Osteo Strong, sem stofnaði félagið á Íslandi ásamt manni sínum Erni Helgasyni, segir Osteo Strong stefna á að opna í 15 nýjum löndum á árinu.

„Þetta er nýtt fyrirtæki en hefur opnað strax það sem af er ári í fjórum löndum, eftir að hafa opnað í fyrsta skipti fyrir utan Ameríku á síðasta ári. Þá opnuðu þeir í Ástralíu, Svíþjóð og Spáni, og svo núna upp úr áramótum þá var opnað hér á Íslandi, í Danmörku og Grikklandi. Síðan var um daginn verið að opna í Bretlandi og bæta við fleiri stöðvum í Ástralíu, þannig að þetta er að hreyfast gríðarlega hratt,“ segir Svanlaug.

„Þjálfunin sem við bjóðum upp á er ný leið til að virkja bein og vöðva, þannig að við erum að nota vöðvana þar sem þeir eru sterkastir, það er í hámarksaflsstöðu. Þegar fólk fer inn í líkamsræktarstöð, þá er fólk oftast að nota vöðvana þaðan sem þeir eru veikastir, en hérna erum við að nota líkamann á annan hátt, svo hægt er að setja meira álag í hvert sinn. Með því að styrkja vöðvana undir þessu sérstaklega stýrðu álagi geta æfingarnar styrkt bæði vöðvana og beinin.“

Heyrum kraftaverkasögur

Svanlaug segir það þekkt að uppúr þrítugt fari beinþynning að gera vart við sig hjá fólki, oftast þó fyrr hjá konum, en rannsóknir sýni að sérhæft álag á beinin snúi þróuninni við. Einnig hjálpi aðferðir Osteo Strong við styrk, jafnvægi og líkamsbeitingu við dagleg störf.

„Fólk hefur verið að losna við alls konar verki í stoðkerfinu, og eftir aðeins nokkra mánaða starfsemi hérna erum við að heyra kraftaverkasögur,“ segir Svana sem segir mánaðargjaldið vera 24.900 krónur og fólk geti komið í lengri eða skemmri meðferðir eftir því hvert markmið hvers og eins sé.

„Þetta er í raun að ganga miklu betur heldur en ég bjóst við. Skil ég núna betur hvers vegna stjórnendur og eigendur fyrirtækisins, eins og Tony Robbins, dreymir um að Osteo Strong verði mest hraðvaxandi sérleyfisfyrirtæki heims, og komist fram úr Dunkin Donuts sem var það síðast þegar ég tékkaði. Ljóst er  að á næstu árum verður beinþynning vaxandi vandamál eftir því sem þjóðin verður eldri, en aðferðir okkar vinna gegn því, og hjálpa bæði þeim sem hafa átt erfitt með að stunda hefðbunda líkamsrækt, en einnig þeim sem vilja ná hámarksárangri í íþróttum.“

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is