Tuttugu starfsmenn Olís voru á dögunum heiðraðir fyrir góð störf og tryggð við félagið um árabil, en þetta kemur fram í tilkynningu Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís, afhenti starfsmönnunum viðurkenningarnar í sérstökum hátíðarkvöldverði á veitingastaðnum Nauthól.

Árlega eru slíkar viðurkenningar veittar þeim starfsmönnum Olís sem hafa starfað hjá félaginu í 10, 15, 20, 25 eða 30 ár. Þá eru starfsmenn sæmdir brons-, silfur- eða gullmerki félagsins sem þakklæti fyrir langan starfsaldur.

„Það hefur verið ákaflega gott að starfa hjá Olís annars væri ég nú örugglega ekki hér eftir 30 ár. Fyrirtækið hefur gert vel við sína starfsmenn og það er líklega þess vegna sem svo margir hafa átt langan starfsferil hér. Ég hef unnið með mörgum sem hafa verið hjá fyrirtækinu í hálfa öld,” segir Kristinn Leifsson, sem fékk viðurkenningu fyrir 30 ára starf hjá Olís. Hann er vélstjóramenntaður og hefur starfað við sölu- og tæknilega ráðgjöf á smurolíu og eldsneyti hjá Olís í þrjá áratugi.