Uppsafnaður halli ríkissjóðs á árabilinu 2008-2012 nemur alls 604 milljörðum króna, en ríkisbúskapurinn hefur búið við verulegan halla allt frá efnahagshruni. Kemur þetta meðal annars fram í ríkisreikningi fyrir árið 2012.

Í árslok 2007 voru heildarskuldir ríkissjóðs að meðtöldum lífeyrisskuldbindingum 542 milljarðar króna eða 42,3% af landsframleiðslu samanborið við 1.890 milljarða króna eða 110,6% í árslok 2012. Enn frekar má nefna að vaxtagjöld ríkissjóðs námu 22 milljörðum króna árið 2007 en voru 76 milljarðar króna á árinu 2012.