Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði um 0,3% í dag í 7 milljarða króna viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði um 0,4% í 2,9 milljarða viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt lækkaði um 0,2% í 4,1 milljarðs krónaviðskiptum.

Í aprílmánuði hækkaði GAMMA: GBI um 1,3% og hefur hækkað um tæp 4% á árinu, samkvæmt mánaðaryfirliti GAMMA.  Verðtryggða vísitalan GAMMAi hækkaði um 2,3% og hefur nú hækkað um 6,7% á árinu.  Óverðtryggða vísitalan GAMMAxi lækkaði um 1,1% og hefur lækkað á árinu um 2,6%. Hlutfall óverðtryggðra bréfa lækkaði lítillega í mánuðinum úr 28,4% í 28,3%. Líftími vísitölunnar hækkaði úr 9,16 árum í 9,18 ár.