Björgvin G. Sigurðsson samstarfsráðherra Norðurlandanna fundaði með sænska samstarfsráðherranum Cristinu Husmark Pehrsson fimmtudaginn 24. júlí. Ræddu þau málefni Norðurlandaráðs og framtíð norræns samstarfs. Þá ræddu þau um stefnu og helstu áherslur Íslands vegna formennsku í Norrænu ráðherranefndinni, en Ísland tekur við formennsku í ráðinu um næstu áramót.

Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins.