*

þriðjudagur, 17. júlí 2018
Innlent 14. september 2017 10:28

10% minni eyðsla á hvern ferðamann

Þrátt fyrir að velta erlendra ferðamanna hafi aukist á milli ára, þá fjölgaði ferðamönnum mun meira en vöxtur var í kortalveltu.

Pétur Gunnarsson
Haraldur Guðjónsson

Erlend greiðslukortavelta hérlendis í ágúst síðastliðnum nam alls 32,8 milljörðum króna og var meira en í sama mánuði í fyrra. Sumarmánuðina þrjá, júní, júlí og ágúst, nam erlend greiðslukortavelta hérlendis alls 93,2 milljörðum króna, sem er 5,3% meiri velta en sömu mánuði í fyrra að því er kemur fram í samantekt Rannsóknarseturs verslunarinnar á kortaveltu erlendra ferðamanna. 

Þrátt fyrir að velta erlendra ferðamanna hafi aukist á milli ára, þá fjölgaði ferðamönnum mun meira en vöxtur var í kortalveltu. Hver ferðamaður ver því um 10% lægri upphæðum með greiðslukortum til kaupa á vöru og þjónustu en fyrir ári síðan. 

Lundabúðir taka skellinn

Þegar litið er til þeirra útgjaldaliða sem dregist hafa saman á milli ára þá er ljóst að gjafa- og minjagripaverslanir, sem í daglegu tali eru oft nefndar lundabúðir, taka mesta skellinn. 17,1% samdráttur varð á veltu í slíkum búðum í ágúst ef miðað er við ágústmánuð í fyrra. Einnig varð samdráttur um 10,5% í öðrum verslunum. 

Í umfjöllun RSV kemur fram að kenningar eru um að erlendir ferðamenn velji í auknum mæli að kaupa mat í dagvöruverslunum frekar en á veitingahúsum. „Það gæti verið fótur fyrir þessu, því vöxtur í erlendri kortaveltu veitingahúsa nam aðeins 4,8% í ágúst. 

 

Mestur vöxtur erlendrar kortaveltu í mánuðinum miðað við árið áður, var þó í flokki farþegaflutninga, en vöxturinn nam 21,4% frá ágúst í fyrra og nam 4,2 milljörðum samanborið við 3,4 milljarða í fyrra.