Von er á um 1000 nemendum í Nóbel námsbúðir í desember. Atli Bjarnason á og rekur Nóbel námsbúðir samhliða starfi sínu hjá H.F. Verðbréfum og viðskiptafræðinámi. Í dag eru 60 starfsmenn á launaskrá en á næsta ári er stefnt að því að þeir verði um 100.

Hingað til hafa námskeiðin farið fram í skólastofum Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík en nú er aðsóknin orðin það mikil að plássið dugar ekki. „Við leituðum til framhaldsskólanna vegna þessa, sem tóku í fyrstu vel í þessar hugmyndir okkar. Þau tilkynntu okkur hins vegar skömmu síðar að þau gætu ekki leyft einkafyrirtæki að leigja stofur skólans.“ Atli bendir á að það sé sérstök staða þegar ríkisreknir skólar neita að leigja út vannýtt pláss og greiðslurnar fari þar af leiðandi til einkaaðila úti í bæ.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.