Coca-Cola European Partners Ísland hagnaðist um 179,5 milljónir króna á árinu 2016. Hagnaður á árinu 2015 nam 88,9 milljónum og hefur því rúmlega tvöfaldast á milli ára. Hreinar rekstrartekjur á árinu námu 2,6 milljörðum og jukust þær um 7,3% frá fyrra ári. Hagnaður frá rekstri nam 265 milljónum miðað við 71 milljón árið 2015. Handbært fé í árslok nam 489,5 milljónum og jókst um 454,7 milljónir milli ára.

Eignir félagsins námu 7,6 milljörðum króna í lok árs með­ an skuldir námu 2,5 milljörð­ um. Skuldir félagsins lækkuðu um 446 milljónir á milli ára. Eigið fé var rúmir 4,4 milljarðar í árslok og eiginfjárhlutfall 58%

Coca-Cola European Partners Ísland er hluti af Coca-Cola European Partners (CCEP) sem er stærsta sjálfstæða framleiðslu- dreifingar-, og sölufyrirtæki CocaCola á heimsvísu. Fyrirtækið hét áður Vífilfell en eftir yfirtöku CCEP á Vífilfelli var nýtt nafn tekið upp og síðan þá hefur Carlos Cruz gegnt stöðu forstjóra.