*

mánudagur, 22. apríl 2019
Innlent 14. apríl 2019 16:05

186 milljóna króna hagnaður

Ferðaskrifstofa Íslands hagnaðist um 186 milljónir króna á síðasta rekstrarári, samanborið við 164 milljóna hagnað árið áður.

Ritstjórn
Þórunn Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Ferðaskrifstofu Íslands.
Haraldur Guðjónsson

Ferðaskrifstofa Íslands, sem rekur ferðaskrifstofurnar  Sumarferðir, Úrval Útsýn og Plúsferðir, hagnaðist um 186 milljónir króna á síðasta rekstrarári, samanborið við 164 milljóna króna hagnað árið áður. Rekstrartekjur félagsins námu tæplega 3,1 milljarði króna og eignir námu tæplega 1,3 milljörðum króna. Eigið fé félagsins nam 724 milljónum króna.

Laun og launatengd gjöld námu tæplega 245 milljónum króna en að meðaltali störfuðu 27 manns hjá fyrirtækinu í fyrra. Þórunn Reynisdóttir er framkvæmdastjóri félagsins.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim