Ferðaskrifstofa Íslands, sem rekur ferðaskrifstofurnar  Sumarferðir, Úrval Útsýn og Plúsferðir, hagnaðist um 186 milljónir króna á síðasta rekstrarári, samanborið við 164 milljóna króna hagnað árið áður. Rekstrartekjur félagsins námu tæplega 3,1 milljarði króna og eignir námu tæplega 1,3 milljörðum króna. Eigið fé félagsins nam 724 milljónum króna.

Laun og launatengd gjöld námu tæplega 245 milljónum króna en að meðaltali störfuðu 27 manns hjá fyrirtækinu í fyrra. Þórunn Reynisdóttir er framkvæmdastjóri félagsins.